Hvallátur Þyrping húsa; staður mót opnu hafi. Fjærst sést Brunnanúpur og handan hans er Látrabjarg; þar sem Ísland skagar lengst í vestur.
Hvallátur Þyrping húsa; staður mót opnu hafi. Fjærst sést Brunnanúpur og handan hans er Látrabjarg; þar sem Ísland skagar lengst í vestur.

Hrjóstrug fjöll, grónar breiður, hvítur skeljasandur og selur á útskerjum. Þetta og fleira er í pakkanum við sölu á jörðinni Ásgarði í Hvallátrum við Látravík. Þetta er nærri ystu nesjum fyrir vestan á leiðinni út að Látrabjargi, sem er það annes Íslands sem gengur lengst í vestur. Jörðin kom í sölu nýlega hjá Fasteignamiðstöðinni og hafa margar fyrirspurnir borist þótt enn sé ekkert sem er fast í hendi, segir Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali.

Hvallátur eru torfa nokkurra bæja og húsa og þarna var forðum daga nokkuð blómleg byggð. Jarðir þarna, Ásgarður þar með talinn, eru að stórum hluta óskipt sameign og landið liggur að stórum hluta að sjó. Nærri fjörum er svo að finna ýmsar minjar um útræði. „Þetta er svolítið gamla Ísland og í slíku geta falist bæði töfrar og ýmsir möguleikar til að gera skemmtilega hluti. Já, þetta er afar landmikil jörð en stærðin er óljós,“

...