„Sumir kaupa sér stóran jeppa eða sumarbústað. Ég ákvað að kaupa mér plötubúð. Maður á að láta drauma sína rætast,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, nýr eigandi Reykjavík Record Shop við Klapparstíg
Tímamót Jóhann Ágúst Jóhannsson, til hægri, tók í gær við lyklavöldum í plötubúðinni Reykjavík Record Shop af Reyni Berg Þorvaldssyni.
Tímamót Jóhann Ágúst Jóhannsson, til hægri, tók í gær við lyklavöldum í plötubúðinni Reykjavík Record Shop af Reyni Berg Þorvaldssyni. — Morgunblaðið/Eyþór

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Sumir kaupa sér stóran jeppa eða sumarbústað. Ég ákvað að kaupa mér plötubúð. Maður á að láta drauma sína rætast,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, nýr eigandi Reykjavík Record Shop við Klapparstíg.

Jóhann hefur fest kaup á búðinni af Reyni Berg Þorvaldssyni stofnanda hennar sem hyggst snúa sér alfarið að kennslu. Hann tekur við rekstri búðarinnar í dag og lætur jafnframt af störfum sem forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar en þar

...