„Við byrjuðum fljótlega saman eftir það og trúlofuðum okkur árið 2017. Við eignuðumst svo stelpuna okkar árið 2021 og giftum okkur árið 2022 ásamt því að kaupa þessa draumaeign. Við getum sagt að hlutirnir séu ekki lengi að gerast hjá okkur.“
Gluggarnir og handriðin á svölunum heilluðu Emblu og Láru strax. Þær hafa verið duglegar að gefa innsýn í ferlið á Instagram undir notendanafninu Framkvæmdaóðar.
Gluggarnir og handriðin á svölunum heilluðu Emblu og Láru strax. Þær hafa verið duglegar að gefa innsýn í ferlið á Instagram undir notendanafninu Framkvæmdaóðar. — Morgunblaðið/Irja Gröndal

Embla er viðskiptafræðingur að mennt og starfar hjá Arion banka og Lára vinnur sem rafvirki hjá Rafholti. Þær kynntust í gegnum sameiginlegar vinkonur árið 2016 og kolféllu fyrir hvor annarri.

„Við byrjuðum fljótlega saman eftir það og trúlofuðum okkur árið 2017. Við eignuðumst svo stelpuna okkar árið 2021 og giftum okkur árið 2022 ásamt því að kaupa þessa draumaeign. Við getum sagt að hlutirnir séu ekki lengi að gerast hjá okkur,“ segja þær.

Húsið var reist árið 1950 og ber þess skýr merki þar sem byggingarstíllinn er í anda þess tíma, en Embla og Lára urðu strax heillaðar af arkitektúr hússins og sáu mikla möguleika í eigninni.

„Við ákváðum að fara og skoða þessa eign þar sem staðsetningin heillaði okkur mikið ásamt stórum garði við húsið. Okkur fannst húsið sjálft líka ótrúlega fallegt – stærðin

...