Ljóst er orðið að Yazan Tamimi og palestínskir foreldrar hans munu geta óskað eftir efnislegri meðferð hælisumsóknar sinnar hér á landi, þar sem ekki er unnt að flytja fólkið úr landi fyrir laugardag sökum tímaskorts
Mótmæli Fyrirhuguðum brottflutningi fólksins var mótmælt.
Mótmæli Fyrirhuguðum brottflutningi fólksins var mótmælt. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Ljóst er orðið að Yazan Tamimi og palestínskir foreldrar hans munu geta óskað eftir efnislegri meðferð hælisumsóknar sinnar hér á landi, þar sem ekki er unnt að flytja fólkið úr landi fyrir laugardag sökum tímaskorts. Þetta kemur fram í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn mbl.is.

Í svarinu kemur fram að mikill undirbúningur sé að baki hverri fylgd, náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. Miðað

...