Bogadreginn torfveggur, inngangur, steinhellur lagðar í greinilegum tilgangi og vatnsrás. Þetta er meðal þess sem kom í ljós við fornleifauppgröft að Hrafnseyri við Arnarfjörð í sumar, því 14. sem unnið er að rannsóknum undir yfirskriftinni Arnarfjörður á miðöldum
Uppgröftur Grafið var í 100 fermetra reit sem er rétt austan og neðan við gömlu kirkjuna á Hrafnseyri.
Uppgröftur Grafið var í 100 fermetra reit sem er rétt austan og neðan við gömlu kirkjuna á Hrafnseyri.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Bogadreginn torfveggur, inngangur, steinhellur lagðar í greinilegum tilgangi og vatnsrás. Þetta er meðal þess sem kom í ljós við fornleifauppgröft að Hrafnseyri við Arnarfjörð í sumar, því 14. sem unnið er að rannsóknum undir yfirskriftinni Arnarfjörður á miðöldum. Fornleifafræðingar grófu í jörð bæði að Hrafnseyri og Auðkúlu lítið eitt utar við fjörðinn.

„Gripir sem fundust í þessari rúst á Hrafnseyri benda til að byggingin sé frá landnáms- eða miðöldum,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, sem stýrði þessu starfi nú sem endranær.

Bogadregið hús og brennt þang

Í túninu austan við kirkjuna á Hrafnseyri var í sumar opnað 100 fermetra

...