„Mig langaði að geta komið upp á kaffistofu, gluggað í bók eða unnið í tölvunni, fengið mér kaffi og smá að borða, og liðið eins og ég væri heima hjá mér. Einnig fannst mér mikilvægt að hnakkageymslan væri tengd við kaffistofuna þótt það væri á neðri hæðinni, en ég ákvað að það væri ekki lokað á milli heldur væri þetta ein heild.“
Sóllilja Baltasarsdóttir hefur átt hesthús síðan 2022 og hefur það tekið miklum breytingum síðan hún eignaðist það.
Sóllilja Baltasarsdóttir hefur átt hesthús síðan 2022 og hefur það tekið miklum breytingum síðan hún eignaðist það.

Sóllilja er menntaður myndlistamaður og starfar bæði við hesta og listræna stjórnun og ráðgjöf ýmissa fyrirtækja. Hún á sjálf níu hesta, þar af fjögur ótamin trippi, folaldsmeri og fjögur fulltamin hross.

„Venjulega er ég með átta til tíu hesta í þjálfun. Mér hefur alltaf fundist hestar stórkostlegir og ekkert heldur athygli minni eins og hestur. Hestar eru strangheiðarlegir, sem ég kann mjög mikið að meta. Þeir spegla sjálfið manns og svo eru þeir það fallegasta sem til er og það að vinna traust hests er svo gefandi,“ segir hún.

„Ég ákvað að eltast við hestamennskuna eftir að ég átti samtal við föður minn þegar ég var í óvissu með hvað mig langaði til að vinna við. Þá sagði hann mér að ég ætti að velja þá iðju þar sem ég gleymi mér algjörlega og þrái að vera. Það var ekkert annað sem kom til greina en að velja hestana. Ég gleymi að það sé til

...