Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, gekk í sumar til liðs við ungverska félagið Pick Szeged og skrifaði undir tveggja ára samning. Kom hann frá Þýskalands- og bikarmeisturum Magdeburg eftir eins árs dvöl
Szeged Janus Daði Smárason hjálpar fyrrverandi liðsfélaga sínum Ómari Inga Magnússyni upp í leik Pick Szeged og Magdeburg í síðustu viku.
Szeged Janus Daði Smárason hjálpar fyrrverandi liðsfélaga sínum Ómari Inga Magnússyni upp í leik Pick Szeged og Magdeburg í síðustu viku. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ungverjaland

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, gekk í sumar til liðs við ungverska félagið Pick Szeged og skrifaði undir tveggja ára samning. Kom hann frá Þýskalands- og bikarmeisturum Magdeburg eftir eins árs dvöl.

„Þetta hefur verið voða fínt. Ég er búinn að koma mér vel fyrir með konunni. Það var öðruvísi undirbúningur fyrir tímabilið út af Ólympíuleikunum þar sem menn komu aðeins seinna til baka.

Fyrstu kynni af borginni eru voða fín og aðstaðan sem við erum með er held ég ein sú flottasta í handboltanum. Það fer voða vel um mig,“ sagði Janus í samtali við Morgunblaðið.

Pick Szeged er í Szeged, þriðju

...