Í þættinum Þetta helst í umsjón Inga Freys Vilhjálmssonar á Rúv. í gær voru vaxtamálin til umfjöllunar. Og ekki að tilefnislausu, því brátt losna 350 ma.kr. húsnæðislán undan vaxtabindingu, hjá um fjórðungi húsnæðislántakenda
Rúv. Húsmóðir af handahófi í Vesturbænum.
Rúv. Húsmóðir af handahófi í Vesturbænum. — VG

Andrés Magnússon

Í þættinum Þetta helst í umsjón Inga Freys Vilhjálmssonar á Rúv. í gær voru vaxtamálin til umfjöllunar. Og ekki að tilefnislausu, því brátt losna 350 ma.kr. húsnæðislán undan vaxtabindingu, hjá um fjórðungi húsnæðislántakenda.

Rætt var við þrjá viðmælendur til þess að nálgast viðfangsefnið. Ekki þó efnahagsráðherra og ekki seðlabankastjóra, hvorki bankastjóra viðskiptabanka né umboðsmann skuldara. Nei, talað var við hagfræðing ASÍ, vörustjóra hjá Arion og „síðast en ekki síst“ einn þeirra lántakenda, sem eru í þessari úlfakreppu. Sem var vel til fundið.

Það var Alma Mjöll Ólafsdóttir, „rúmlega þrítug móðir sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík“ en til þess að dramað færi ekki fram hjá neinum var viðtalið tekið „í kyrrstæðum bíl fyrir framan Vesturbæjarlaugina“!

En var það nú fullnægjandi

...