Nýtt lífsgæðahrun blasir við ef þjóðin fer ekki að krefjast breytinga.

Jóhannes Loftsson

Það er eitthvað skrítið í gangi í íslenskum stjórnmálum.

Tökum umhverfisstefnuna sem dæmi. Eftir að hafa barist sérstaklega fyrir því að bæta kolefniskvótaviðskiptakerfi ESB inn í EES-samninginn eru íslensk yfirvöld nú allt í einu hissa á að Ísland sé eyja í miðju Atlantshafi og því eina þjóðin sem borgar slíkan skatt fyrir flug yfir Atlantshafið og sú þjóð sem borgar mest fyrir skipaflutninga. Þetta frumkvæði hefur stórskaðað samkeppnishæfni landsins og lífskjör almennings.

Eftir fjögur ár á að banna nýja eldsneytisbíla þótt kostnaður af rafbílavæðingu sé þegar kominn yfir 150 milljarða.[1] Á sama tíma er Vegagerðin fjársvelt og framkvæmdastopp blasir við hrundu vegakerfi.[2]

Eftir sex ár á svo að byrja að fljúga rafmagnsflugvélum,

...