Magnús átti það til að fleygja málaradóti sínu upp í bíl og þeysast upp á Kjalarnes, þar sem hann reisti trönur sínar úti í náttúrunni og gaf sig málaralistinni á vald.
Þoka, 1910, vatnslitir á pappír, 12x17 cm.
Þoka, 1910, vatnslitir á pappír, 12x17 cm.

Anna Jóa

Á Kjarvalsstöðum stendur yfir forvitnileg sýning sem ber heitið Átthagamálverkið. Þar má sjá myndir af heimahögum ýmissa lærðra sem leikra íslenskra málara frá liðinni öld. Myndirnar eru af því tagi sem margir kannast við af stofuveggjum heimila eða byggðasafna víða um land, en slík verk eru einnig varðveitt í listasöfnum. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og er komið við í mörgum landshlutum. Þarna birtast æskuslóðir listamanna eins og Þórarins B. Þorlákssonar í Vatnsdal, í blýantsteikningu gerðri af ungri Kristínu Jónsdóttur sést Hjalteyri og þar hjá er einnig málverk frá sama stað eftir „Kötu saumakonu“, eða Katrínu Jósepsdóttur, sem hóf sjálflærð að mála á efri árum. Sjá má mynd frá Patreksfirði eftir Kristján Davíðsson, Hornafjarðarmynd eftir Svavar Guðnason og Herðubreið eftir Stefán Jónsson frá Möðrudal, Stórval, en náttúra æskustöðvanna leitaði sterkt á

...