Mosfellsbær Fjölnismaðurinn Júlíus Mar Júlíusson og Mosfellingurinn Oliver Bjerrum Jensen eigast við að Varmá í Mosfellsbænum í gærkvöldi.
Mosfellsbær Fjölnismaðurinn Júlíus Mar Júlíusson og Mosfellingurinn Oliver Bjerrum Jensen eigast við að Varmá í Mosfellsbænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Afturelding er í vænlegri stöðu eftir sigur gegn Fjölni, 3:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu að Varmá í Mosfellsbæ í gær.

Aron Jóhannsson kom Aftureldingu yfir strax á 2. mínútu og Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 1:0.

Daníel Ingvar Ingvarsson jafnaði metin fyrir Fjölni á 64. mínútu áður en Elmar Kári Enesson Cogic kom Aftureldingu yfir á nýjan leik, fjórum mínútum síðar. Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði þriðja mark Aftureldingar á 90. mínútu og Mosfellingar fengu frábært tækifæri til þess að gera út um einvígið í uppbótartíma þegar brotið var á Sævari Atla Helgasyni innan teigs. Elmar Kári steig á punktinn en Halldór Snær Georgsson í marki Fjölnis varði frá honum.

Síðari leikur liðanna fer fram

...