Annarra manna peningar eiga að vera frjáls gæði. Annarra manna fasteignir eiga að vera „óhagnaðardrifin eign“.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Íslensk umræðuhefð gerir ráð fyrir því að allt sem greiða þarf fyrir sé rán. Umræðuhefðin gerir jafnframt ráð fyrir því að seðlar og mynt séu algildur sannleikur. Þegar málefni verða örlítið flóknari en ein vídd, eins og þegar hlutlægar mælingar, eins og neysluverð, eru mátaðar við algildan sannleik, þá flækjast málefni í höfðum fólks.

Að ekki sé talað um þriðju víddina, sem kann að vera harður gjaldmiðill, eins og steinsteypa.

Annarra manna peningar eiga að vera frjáls gæði. Annarra manna fasteignir eiga að vera „óhagnaðardrifin eign“. Það þarf ekki merkilega málvísindamenn til að leiða rök að því að óhagnaður þýðir tap.

Hvað á það að þýða að segja fólki að danskir lífeyrissjóðir stundi

...