„Efnisval tók mið af því sem fyrir var og aldri hússins og hönnun. Korkurinn á gólfin var t.d. valinn til þess að tóna saman við viðartegundirnar sem fyrir voru án þess að bæta einni til viðbótar við. Sérsmíðaðar innréttingar úr eik tóna vel við það sem fyrir var í bland við hvítar hlutlausar innréttingar.“
Húsið er á pöllum. Í stofunni eru bæði panelklædd loft og veggir sem gefur rýminu mikinn sjarma.
Húsið er á pöllum. Í stofunni eru bæði panelklædd loft og veggir sem gefur rýminu mikinn sjarma. — Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson

Raðhúsið er á pöllum eins og tíðkaðist að byggja í brekku eins og hér í Neðra-Breiðholti og í Fossvoginum. Það er tæpir 160 m2 og snýr aðkomuhliðin og forgarður í austur en bakgarðurinn er í vestur. Aðkoma er á miðpalli þar sem eldhúsið er að finna, herbergi eru á neðri palli og fjölskyldurými með aðgengi út í garð og svo eru borðstofa og stofa á efri palli. Þaðan er útsýni yfir húsin neðar í hverfinu og út yfir bæinn. Þar er líka kvöldsólin,“ segir Hildur aðspurð um húsið sitt.

Hvenær var það teiknað og reist?

„Raðhúsið er teiknað af Yngva Gestssyni og Þorkeli Gunnari Guðmundssyni árið 1967 og reist árið 1970. Yngvi var byggingafræðingur sem vann oft með öðru fagfólki að hönnun íbúðarhúsa og í þessu tilviki Þorkeli Gunnari, sem var með menntun í innanhússarkitektúr og húsgagnasmíði. Þorkell hannaði legubekk sem heitir Spíra og var mjög þekktur

...