3 milljónir laxa hafa farið í gegnum sláturhúsið Drimlu í Bolungarvík á því rúma ári sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Umsvifin eru mjög mikil fyrir rúmlega þúsund manna sveitarfélag en Drimla tók til starfa um miðjan júlí 2023
Vinnslan Drimla er hátæknivinnsla en uppsetningin og bygging hússins kostaði um 4 milljarða. Hún var tekin í notkun í fyrra og urðu þá til um 40 störf.
Vinnslan Drimla er hátæknivinnsla en uppsetningin og bygging hússins kostaði um 4 milljarða. Hún var tekin í notkun í fyrra og urðu þá til um 40 störf. — Ljósmynd/Arctic Fish

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

3 milljónir laxa hafa farið í gegnum sláturhúsið Drimlu í Bolungarvík á því rúma ári sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Umsvifin eru mjög mikil fyrir rúmlega þúsund manna sveitarfélag en Drimla tók til starfa um miðjan júlí 2023.

„Þá fluttum við inn í nýja verksmiðju og byggingu sem ekki hafði verið alfarið lokið við að ganga frá. Starfsfólkið hafði ekki reynslu af þessum störfum fyrir utan mig og konuna mína Láru Ingimarsdóttur sem er gæðastjóri.

...