Ólafur Gíslason fæddist 16. nóvember 1936. Hann lést 28. ágúst 2024.

Útför fór fram 19. september 2024.

Við Ólafur kynntumst í 2. bekk Gagnfræðaskóla Austurbæjar haustið 1950. Hann kom úr Vesturbænum og var auðvitað í KR, og það breyttist ekki, þótt fjölskyldan flytti nú á Miklubraut 54. Við vorum saman í skóla næstu níu árin, gegnum landspróf, Menntaskólann í Reykjavík og fyrri hluta verkfræðináms í Háskóla Íslands. Þá skildi leiðir. Ég valdi eðlisfræði í Þýskalandi en hann hélt til Danmerkur með öðrum skólabræðrum að ljúka námi í byggingarverkfræði þar.

Með KR varð Óli landsliðsmaður í fótbolta, en við náðum ekki að fylgja honum þar. Hann var vel fær á skíðum og dreif mig með sér í skíðaskála KR í Skálafelli. Faðir Óla spilaði bridds með vinum sínum og Óla þótti við ekki mega minni vera. Þar

...