Guðný Gunnlaugsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 6. mars 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 29. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. september 1883 á Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu, d. 1965, og Jóna Elísabet Arnoddsdóttir, f. 26. ágúst 1890 í Syðsta-Koti á Reykjanesi, d. 1951. Þau bjuggu á Gjábakka í Vestmannaeyjum. Systkini Guðnýjar voru Aðalsteinn Júlíus, f. 1910, d. 1991, Friðrik Þórarinn, f. 1913, d. 2002, Sigurbjörg, f. 1914, d. 1998, Arnoddur, f. 1917, d. 1995, Guðbjörg Þorsteina, f. 1919, d. 1983, Jón, f. 1920, d. 2007, Elías, f. 1922, d. 2021, og Ingvar, f. 1930, d. 2008. Hálfbræður hennar voru Gunnlaugur Scheving, f. 1906, d. 1992, og Þorsteinn Elís, f. 1908, d. 1909.

Guðný giftist Jens Kristinssyni frá Miðhúsum í Vestmannaeyjum 6. mars 1955. Hann var fæddur 13.

...