— Morgunblaðið/Eggert

Mikil gleði ríkti á vel heppnuðum réttardegi á hjúkrunarheimilinu Mörk í gær en dagurinn á sér áralanga hefð. Stjórnarformaður Grundarheimilanna, Gísli Páll Pálsson, mætti á svæðið á fjórhjóli og sagði heimilismönnum, sem gæddu sér á kjötsúpu uppáklæddir í lopapeysur, frá smölun og réttum ársins. Að því loknu sungu heimilismenn nokkur vel valin lög saman.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sótti Mörk heim í tilefni dagsins en hún hitti þar fyrir ljóðskáldið og heimiliskonuna Hólmfríði Sigurðardóttur en hún orti ljóðið Leitum sem Halla flutti undir lok innsetningarræðu sinnar í sumar. Miklir fagnaðarfundir voru meðal kvennanna sem aldrei höfðu hist áður.