Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir engan vafa leika á því að sjálfstæðismenn í Reykjavík séu mótfallnir samgöngusáttmálanum eins og hann var lagður fyrir. Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi…
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir engan vafa leika á því að sjálfstæðismenn í Reykjavík séu mótfallnir samgöngusáttmálanum eins og hann var lagður fyrir. Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með sáttmálanum í borgarstjórn á dögunum en aðrir borgarfulltrúar D-listans greiddu atkvæði á móti og einn sat hjá.

„Enginn af aðalborgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann og það segir allt sem segja þarf. Almenn skoðun meðal sjálfstæðismanna í borginni er að þetta mál sé á villigötum og að borgin hafi dregið stutta stráið í þessum samgöngusáttmála. Sú skoðun er því víðar en hjá okkur borgarfulltrúum og það er ekkert leyndarmál. Margir hefðu viljað að sáttmálinn væri endurskoðaður,“ segir Ragnhildur Alda þegar Morgunblaðið spyr hana út í stöðuna.

Kostnaðurinn

...