„Það kom fljótlega í ljós að við hefðum tekið að okkur stærra verkefni en planið var upphaflega. Við ætluðum að laga það sem var að en enduðum á að skipta út öllum burði, gluggum og gerðum húsið í raun fokhelt og svo aðeins meira en það.“
Þau telja sig vera sérfræðinga í húsasmíði eftir að hafa gert bústaðinn upp.
Þau telja sig vera sérfræðinga í húsasmíði eftir að hafa gert bústaðinn upp.

Útkoman er sérlega glæsileg hjá hjónunum sem eru miklir fagurkerar, en þau virðast hafa einstakt lag á því að skapa þessa notalegu sumarbústaðastemningu sem flesta dreymir um.

Aðspurð hvort það hafi verið langþráður draumur hjá hjónunum að eignast sumarbústað svarar Ásdís neitandi. „Þetta var annar bústaðurinn sem við skoðuðum en okkur langaði í skemmtilegt verkefni til að gera upp eftir að hafa lokið við verkefnin á heimili okkar í bænum,“ útskýrir hún.

„Húsið var ekki í góðu standi svo það sem seldi okkur hann var lóðin sem er virkilega skemmtileg og gróin, og staðsetningin þar sem sumarhúsið er í klukkustundar akstursfjarlægð frá bænum,“ bætir hún við.

Bústaðurinn stendur á fallegum stað í Grímsnesinu og var upphaflega reistur árið 1992, en síðan þá hefur verið byggt við húsið og það

...