Mikill ótti ríkir meðal almennings í Líbanon í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í fórum liðsmanna Hisbollah-samtakanna, sem hafa bækistöðvar þar í landi, sprungu á þriðjudag og miðvikudag
Ávarp Fólk fylgist með sjónvarpsávarpi leiðtoga Hisbollah-samtakanna í Beirút í gær.
Ávarp Fólk fylgist með sjónvarpsávarpi leiðtoga Hisbollah-samtakanna í Beirút í gær. — AFP/Anwar Amro

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Mikill ótti ríkir meðal almennings í Líbanon í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í fórum liðsmanna Hisbollah-samtakanna, sem hafa bækistöðvar þar í landi, sprungu á þriðjudag og miðvikudag.

Her Líbanons sagði í gær í færslu á samfélagsmiðlinum X, að sérsveitir hersins hefðu sprengt grunsamlega símboða og fjarskiptatæki á ýmsum stöðum í landinu.

Þá hvatti herinn almenning til að halda sig fjarri svæðum þar sem slíkar aðgerðir stæðu yfir og tilkynna um grunsamleg tæki eða hluti.

Firass Abiad heilbrigðisráðherra Líbanons sagði í gær að 37 hefðu látið lífið og 2.931 særst þegar símboðar og talstöðvar sprungu í vikunni.

Hassan Nasrallah leiðtogi Hisbollah flutti sjónvarpsávarp í gær og sagði að samtökin hefðu orðið fyrir áfalli vegna fordæmalausra árása Ísraelsmanna, sem hefðu farið út fyrir öll mörk með því að

...