Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum las vísu Dagbjarts Dagbjartssonar í Vísnahorninu um söknuð eftir að komast í fjárleitir. Hann rifjar upp að fyrr hafi menn ort um það: „Björn Blöndal, sem oftast er kenndur við Grímstungu í Vatnsdal, kvað þegar …

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum las vísu Dagbjarts Dagbjartssonar í Vísnahorninu um söknuð eftir að komast í fjárleitir. Hann rifjar upp að fyrr hafi menn ort um það: „Björn Blöndal, sem oftast er kenndur við Grímstungu í Vatnsdal, kvað þegar hann komst ekki í undanreið sem fór suður í Fljótsdrög og þar hittu Húnvetningar Borgfirðinga:

Heimabandi heftur er,

hörpu vandast slögin,

ég í anda aðeins fer

yfir Sand í Drögin.

Þessi vísa er trúlega ort undir áhrifum frá kunnri vísu eftir Ásgrím Kristinsson, Ásbrekku í Vatnsdal, en þeir voru samtímamenn.

Enn um þetta óskaland

ótal perlur

...