Einn merkasti myndlistarmaður Íslandssögunnar og einn af frumkvöðlum hugmyndalistar hér á landi, Hreinn Friðfinnsson, lést fyrr á þessu ári og til minningar um hann verður á morgun, laugardag, í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi opnuð sýning
Hendur Verk eftir Hrein Friðfinnsson frá árinu 1994, „Cast (mót)”. Glerskúlptúr í stærðinni 25x25 sm.
Hendur Verk eftir Hrein Friðfinnsson frá árinu 1994, „Cast (mót)”. Glerskúlptúr í stærðinni 25x25 sm.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Einn merkasti myndlistarmaður Íslandssögunnar og einn af frumkvöðlum hugmyndalistar hér á landi, Hreinn Friðfinnsson, lést fyrr á þessu ári og til minningar um hann verður á morgun, laugardag, í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi opnuð sýning. Ber hún yfirskriftina Endrum og sinnum og verður í þremur sölum.

Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson sem þekkti bæði Hrein og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með honum. Hann segir sýninguna koma til út af fráfalli Hreins. „Við erum að taka saman verk úr safneigninni okkar þannig að í rauninni erum við ekki að gera tæmandi úttekt á honum heldur að heiðra hann og minnast með þessum verkum,“ segir Markús.

Heimurinn allur undir

...