Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu, sagði í gær á fjölsóttum fundi Árvakurs, að hann vildi að hægt væri að hringja í neyðarnúmerið 112 til að bregðast við netárásum
Varnir Úlfar Ragnarsson, Guðmundur Arnar Sigmundsson og Anton Már Egilsson ásamt Andrési Magnússyni fulltrúa ritstjóra, sem stýrði umræðum.
Varnir Úlfar Ragnarsson, Guðmundur Arnar Sigmundsson og Anton Már Egilsson ásamt Andrési Magnússyni fulltrúa ritstjóra, sem stýrði umræðum. — Morgunblaðið/Eggert

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu, sagði í gær á fjölsóttum fundi Árvakurs, að hann vildi að hægt væri að hringja í neyðarnúmerið 112 til að bregðast við netárásum.

„Þar yrðir þú settur í réttan farveg og viðeigandi sérfræðingar kallaðir til. Allir vita að 112 þýðir neyð. Við höfum viljað lyfta CERT-IS þannig upp að það verði efst í huga fólks er netógn gerir vart við sig.“

Á fundinum var auk Guðmundar rætt við Anton Má Egilsson, forstjóra netöryggisfyrirtækisins Syndis, og Úlfar Ragnarsson, forstöðumann upplýsingatæknideildar Árvakurs.

Netárás á Árvakur tilefnið

Tilefni

...