Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá Íslandsmeisturum FH þegar liðið tók á móti ÍBV í stórleik 3. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri FH, 33:30, en Garðar Ingi skoraði 6 mörk í leiknum
Gegnumbrot FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason brýtur sér leið framhjá Eyjamanninum Róberti Sigurðarsyni í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær.
Gegnumbrot FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason brýtur sér leið framhjá Eyjamanninum Róberti Sigurðarsyni í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. — Morgunblaðið/Anton Brink

Handboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá Íslandsmeisturum FH þegar liðið tók á móti ÍBV í stórleik 3. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri FH, 33:30, en Garðar Ingi skoraði 6 mörk í leiknum. FH er með 4 stig í öðru sæti deildarinnar en ÍBV er í sjötta sætinu með þrjú stig.

Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með fjórum mörkum, 6:2, eftir tíu mínútna leik. Þá sneru FH-ingar leiknum sér í vil og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 19:15. Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og ÍBV tókst að minnka forskot FH í tvö mörk, 21:19, en lengra komust þeir ekki.

Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í

...