Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 71. sæti listans, líkt og í júlí, en Ísland vann 2:0-sigur gegn Svartfjallalandi í B-deild…
Mark Leikmenn Íslands fagna marki gegn Svartfjallalandi.
Mark Leikmenn Íslands fagna marki gegn Svartfjallalandi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 71. sæti listans, líkt og í júlí, en Ísland vann 2:0-sigur gegn Svartfjallalandi í B-deild Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli og tapaði svo fyrir Tyrklandi, 3:1, í Izmir. Báðir leikirnir fóru fram í september. Ísland var í 73. sæti í ársbyrjun 2024 og skaust upp í 70. sætið í júní í sumar.