Fjölskyldan Hólmfríður, Einar Karl og börn stödd á Uxahrygg í sumar þar sem Hólmfríður ólst upp.
Fjölskyldan Hólmfríður, Einar Karl og börn stödd á Uxahrygg í sumar þar sem Hólmfríður ólst upp.

Hólmfríður Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1984. Hún ólst upp í sveit á bænum Uxahrygg 1 í Rangárþingi ytra og gekk þar í grunnskóla fyrstu árin.

„Ég var mikil sveitastelpa og tók virkan þátt í öllum sveitastörfum. Á sumrin var mikið að gera í heyskap, þar keyrði ég traktor og sneri heyi á túninu. Við vorum með kýr, hesta, kindur, hænur, endur, ketti og hunda, og ég var mikill dýravinur – ég reið út alla daga. Ég æfði fótbolta og var eina stelpan í liðinu, auk þess sem ég stundaði frjálsar íþróttir. Eitt sinn var ekki tími til að skutla mér á æfingu, svo ég reið bara hestinum mínum til Hvolsvallar, batt hann við girðingu og mætti á æfingu.

Þegar ég var níu ára skildu foreldrar mínir og þá fluttum við mamma til Reykjavíkur. Ég sótti þó sveitina heim við hvert tækifæri – allar helgar og í fríum, þar leið mér

...