Kim Kardashian býr í beige-lituðum kastala.
Kim Kardashian býr í beige-lituðum kastala.

Straumar og stefnur í innanhússhönnun taka stöðugum breytingum. Af því að við erum svo ung þjóð þá hlaupum við hratt eftir því nýjasta hverju sinni. Og af því að við erum svo óendanlega dugleg þá vinnum við þrjár vinnur, eða allavega tvær, til þess að geta verið flottust. Átt allt. „Það er svo vont að vanta“ eins og góð vinkona mín segir stundum þegar hún fyllir hverja körfuna á fætur annarri á Temu. Þegar ég var yngri voru allir alltaf að skúra. Fólk skúraði eftir vinnu, fyrir vinnu, á kvöldin og um helgar. Allt til þess að geta keypt Mözdu með lituðum rúðum og stéli að aftan og krumpugalla í Miklagarði. Nú eða glerborð með krómuðum fótum og Maralunga-hönnunarsófa úr Casa.

Fyrirmyndir okkar komu úr bíómyndum og úr tískublöðum og við vorum agndofa yfir töfrum John Johnson og Richard Gere. Ef ykkur minnir að þessir greifar séu ennþá algerir Spari-Goggar þá mæli ég

...