Geysileg afköst eru hjá laxavinnslunni og sláturhúsinu Drimlu í Bolungarvík. Rúmu ári eftir að vinnslan var tekin í gagnið eru þar iðulega unnin 100 tonn á átta tíma vinnudegi og rúmlega það. Nýlega var slegið met þegar 125 tonn af eldislaxi fóru í gegnum vinnsluna á einum degi og tók það níu tíma
Kristján Rúnar Kristjánsson
Kristján Rúnar Kristjánsson

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Geysileg afköst eru hjá laxavinnslunni og sláturhúsinu Drimlu í Bolungarvík. Rúmu ári eftir að vinnslan var tekin í gagnið eru þar iðulega unnin 100 tonn á átta tíma vinnudegi og rúmlega það. Nýlega var slegið met þegar 125 tonn af eldislaxi fóru í gegnum vinnsluna á einum degi og tók það níu tíma.

Á rúmu ári hafa 3 milljónir laxa farið í gegnum Drimlu en í samtali við Morgunblaðið segir framkvæmdastjórinn Kristján Rúnar Kristjánsson að auka mætti afköstin um liðlega 30% með fjárfestingu upp á 250 milljónir króna. Sé það til skoðunar hjá Arctic Fish eiganda Drimlu en bygging og uppsetning sláturhússins kostaði um 4 milljarða.

Að sögn Kristjáns er beðið eftir leyfi til að flytja laxinn frá Drimlu til Kína en laxinn fer á markað bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Holland og Bandaríkin eru að hans sögn stærstu markaðirnir. Siglt er með vöruna út

...