Hvítabjörn kom í land við Höfðaströnd í Jök­ul­fjörðum í gær en tilkynning um björninn barst lögreglu á öðrum tímanum. Lögreglulið frá Ísafirði og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar voru kölluð til og mættu á svæðið rétt fyrir fjögur
Hvítabjörn Hræ hvítabjarnarins var flutt til Reykjavíkur til rannsókna.
Hvítabjörn Hræ hvítabjarnarins var flutt til Reykjavíkur til rannsókna. — Morgunblaðið/Eyþór

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Hvítabjörn kom í land við Höfðaströnd í Jök­ul­fjörðum í gær en tilkynning um björninn barst lögreglu á öðrum tímanum.

Lögreglulið frá Ísafirði og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar voru kölluð til og mættu á svæðið rétt fyrir fjögur. „Dýrið fannst í fjör­unni skammt frá sum­ar­húsi sem er við Höfðaströnd og var fellt þarna á staðnum. Í sum­ar­hús­inu er ein full­orðin mann­eskja sem held­ur þar til,“ sagði Hlyn­ur Haf­berg Snorra­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­fjörðum, um aðgerðina

...