Svíar hyggjast lækka skatta í því skyni að efla hagvöxt, sagði ríkisstjórnin í gær í drögum að fjárlögum fyrir árið 2025 sem kynnt voru á blaðamannafundi. Stjórnarandstaðan mótmælti fjárlögunum sem voru sögð vanrækja loftslagsmál með lækkuðum…
Stokkhólmur Elisabeth Svantesson kynnir drög fjárlaganna í gær.
Stokkhólmur Elisabeth Svantesson kynnir drög fjárlaganna í gær. — AFP/Pontus Lundahl

Svíar hyggjast lækka skatta í því skyni að efla hagvöxt, sagði ríkisstjórnin í gær í drögum að fjárlögum fyrir árið 2025 sem kynnt voru á blaðamannafundi. Stjórnarandstaðan mótmælti fjárlögunum sem voru sögð vanrækja loftslagsmál með lækkuðum sköttum á bensín og olíu og að aukinn hagvöxtur yrði á kostnað velferðarkerfisins.

Mikil verðbólga undanfarin tvö ár hefur hamlað hagvexti í landinu og þegar ríkisstjórn Ulfs Kristensens komst til valda árið 2022 var lækkun verðbólgu og verðlags í landinu eitt af helstu málum ríkisstjórnarinnar. „Við höfum nú unnið þá baráttu,“ sagði Elisabeth Svantesson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær. Vonast er til að skattalækkanir komi efnahagslífinu á skrið, en hagvöxtur dróst saman um 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi.

Verðbólga undir 2% í ágúst

...