Sögnin að beita þýðir meðal annars að nota, viðhafa. Maður beitir hnífi til að skera brauð og aðrir, til þess hæfir, beita leysitækni við lækningar. Svo er hægt að beita einhvern einhverju: fortölum, hörðu, valdi

Sögnin að beita þýðir meðal annars að nota, viðhafa. Maður beitir hnífi til að skera brauð og aðrir, til þess hæfir, beita leysitækni við lækningar. Svo er hægt að beita einhvern einhverju: fortölum, hörðu, valdi. Maður beitir einhvern, í þolfalli, hörðu; sé maður sagður hafa „beitt honum hörðu“ hefur föllunum slegið saman.