Sigurður Helgi Guðjónsson fæddist 24. mars 1953. Hann lést 5. september 2024.

Jarðarför Sigurðar Helga var gerð 18. september 2024.

Sigurður Helgi Guðjónsson var óvenju mörgum góðum kostum gæddur. Nærvera hans var með eindæmum góð og gengu allir glaðir í bragði og léttari í lund eftir að hafa átt með honum samverustund.

Margir koma til með að minnast Sigurðar Helga sem mikils fjölskyldumanns, afburða fræðimanns, leiðtoga, sveitamanns, hundavinar, safnara og áfram mætti telja. Flestir munu þó vera sammála um að nú sé fallinn frá einn alskemmtilegasti lögfræðingurinn. Haldi menn að það sé auðvelt að öðlast þann titil þegar sú stétt á í hlut þá er það mikill misskilningur. Uppátæki Sigurðar Helga voru óteljandi, kímnigáfa og hugmyndaauðgi gætu verið efni í bók. Einu sinni varð ég þó vitni þess

...