Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Rannsókn lögreglu á andláti 10 ára gamallar stúlku er í fullum gangi tæpri viku eftir að hún fannst látin við Krýsuvíkurveg. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það faðir stúlkunnar.

Fram hefur komið hjá lögreglunni að grunur leikur á að stúlkunni hafi verið ráðinn bani en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði mbl.is fyrir helgi að rannsókn málsins skýrðist betur með hverjum deginum sem liði. Hér verður farið yfir atburðarás vikunnar í megindráttum.

Faðirinn er með stöðu sakbornings í málinu en hann var handtekinn á vettvangi þar sem lík stúlkunnar fannst. Hafði hann hringt í lögregluna og tilkynnt um andlátið. Var hinn grunaði yfirheyrður á sunnudagskvöldið og aftur

...