1996 „Byggðirnar í nágrenni ganganna verða í raun eitt atvinnusvæði.“ Forystugrein Morgunblaðsins
Áfangi Bílar frá Súgandafirði aka inn í munna Vestfjarðaganga fyrsta daginn sem þau voru opin fyrir umferð.
Áfangi Bílar frá Súgandafirði aka inn í munna Vestfjarðaganga fyrsta daginn sem þau voru opin fyrir umferð. — Morgunblaðið/RAX

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

„Tímamót í samgöngumálum Vestfirðinga urðu sl. laugardag, þegar jarðgöngin milli Ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar voru formlega tekin í notkun að viðstöddum miklum fjölda heimamanna. Óhætt er að fullyrða, að göngin eru bylting í samgöngum fjórðungsins, og munu hafa víðtæk áhrif á öll samskipti íbúanna og á þróun atvinnulífsins.“

Þannig hófst forystugrein Morgunblaðsins þriðjudaginn 17. september 1996 en Vestfjarðagöngin voru formlega tekin í notkun laugardaginn 14. september. Framkvæmdir við göngin hófust árið 1991.

Tilkoma ganganna var nánast bylting. Samgöngur voru tryggðar milli þéttbýlisstaða, vegalengdir styttust umtalsvert og ekki þurfti lengur að aka

...