Fílar Fílahjörð við vatnsból í Simbabve. Áformað er að fella 200 fíla í þjóðgörðum landsins til að bregðast við þurrkum og fæðuskorti.
Fílar Fílahjörð við vatnsból í Simbabve. Áformað er að fella 200 fíla í þjóðgörðum landsins til að bregðast við þurrkum og fæðuskorti. — AFP

Áform tveggja Afríkuríkja, Namibíu og Simbabve, um að fella hundruð villtra dýra í löndunum hafa sætt harðri gagnrýni náttúruverndarsamtaka.

Miklir þurrkar hafa verið í suðurhluta Afríku og hefur verið lýst yfir neyðarástandi í þessum tveimur löndum og fleiri löndum vegna þeirra. Alþjóða matvælaáætlunin sagði í ágúst að um 1,4 milljónir Namibíumanna, nærri helmingur þjóðarinnar, upplifðu fæðuskort en kornframleiðsla landsins hefur dregist saman um 53% borið saman við síðasta ár og vatn í uppistöðulónum hefur lækkað um 70%.

Stjórnvöld í Namibíu tilkynntu í ágúst að til stæði að fella um 700 villt dýr til að draga úr álagi á vatnsból og beitilönd og kjöti af dýrunum yrði dreift til fólks sem byggi við fæðuskort. Atvinnuveiðimönnum var falið að fella dýrin en alls á að fella 30 flóðhesta, 60 vísunda, 50 impalahirti, 83 fíla, 100 gnýi, 100 antílópur

...