Þetta er mál sem snýst um góðvild, gestrisni, skilning og samkennd í garð langveiks barns.
Mótmæli urðu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar langveiks barns, Yazan Tamimis.
Mótmæli urðu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar langveiks barns, Yazan Tamimis. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Það eru ákveðnir hlutir í lífinu sem eiga að vera sjálfsagðir, eins og að sýna börnum blíðu, ástúð og skilning og vernda þau um leið, eins og mögulegt er, fyrir hörku heimsins. Það að sýna barni grimmd er óhugsandi í hugum okkar flestra.

Barn sem er mjög veikt, í hjólastól og auk þess í ókunnu landi á rétt á hjálp og skilningi. Það á að hlúa að því barni.

Hinn ellefu ára palestínski Yazan Tamimi og fjölskylda hans hafa mætt hlýju frá fjölmörgum Íslendingum sem styðja heilshugar einlæga ósk þeirra um að fá að búa hér og skapa sér nýtt líf fjarri stríðsátökum. Svo eru aðrir sem styðja þau ekki.

...