Kappræður Það hvessti verulega á milli Ingu og Jóns í viðtalinu.
Kappræður Það hvessti verulega á milli Ingu og Jóns í viðtalinu.

Miklar samfélagslegar breytingar eru að eiga sér stað sem meðal annars birtast í þeirri ofbeldisöldu sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum á umliðnum vikum. Þetta eru þingmennirnir Inga Sæland og Jón Gunnarsson sammála um. En þá er það um það bil upp talið sem þau ná saman um, nema ef vera skyldi gagnrýni á Guðrúnu Hafsteinsdóttur fyrir þá ákvörðun að grípa inn í og stöðva brottflutning Yazans Tamimi til Spánar.

Allt kemur þetta fram í mjög líflegu spjalli í Spursmálum þar sem þau Jón og Inga fara yfir fréttir vikunnar.

Inga telur að fyrrnefndar samfélagsbreytingar eigi meðal annars rót í miklum aðflutningi fólks til landsins og bendir í því sambandi á hátt hlutfall erlendra ríkisborgara sem verma fangageymslur landsins. Jón segir hins vegar varhugavert að tengja þessi mál með of afgerandi hætti saman. Hann veltir hins vegar vöngum

...