Kannast einhver við að vera í matvörubúðinni og eyða lunganum af tímanum í að finna starfsmann?

Pistill

Guðrún S. Sæmundsen

gss@mbl.is

Tölum aðeins um þjónustustig fyrirtækja í landinu. Hvað er að frétta? Verð á vörum og þjónustu er hátt sem aldrei fyrr en samt fer þjónustan þverrandi. Ég bara nenni ekki að hanga á netinu og tala við spjallmenni, eða snjallmenni, vegna þjónustu sem ég þarf að sækja. Mig langar að tala við manneskju.

Ég get ekki lengur talað við minn eigin þjónusturáðgjafa í bankanum og enginn gjaldkeri er í útibúinu. Ef hraðbankinn er tómur af þeim gjaldeyri sem mig vantar – hefur gerst oftar en einu sinni – má ég samt ekki taka gjaldeyrinn út hjá bankanum hinum megin við götuna því ég er ekki í viðskiptum við hann. Ég bíð spennt eftir því að hraðbankarnir byrji að tala, líkt og sjálfsafgreiðslukassarnir í

...