Boðið verður upp á listamannaspjall um haustsýningu safnsins, Óþekkta alúð, í Hafnarborg á morgun, sunnudaginn 22. september, kl. 14 með þeim Elsu Jónsdóttur, Patty Spyrakos, Ra Tack og Tinnu Guðmundsdóttur
Hafnarborg Listamennirnir sem taka þátt í spjallinu sýna allir ný verk.
Hafnarborg Listamennirnir sem taka þátt í spjallinu sýna allir ný verk.

Boðið verður upp á listamannaspjall um haustsýningu safnsins, Óþekkta alúð, í Hafnarborg á morgun, sunnudaginn 22. september, kl. 14 með þeim Elsu Jónsdóttur, Patty Spyrakos, Ra Tack og Tinnu Guðmundsdóttur. Þar munu þau lýsa eigin listsköpun, tilurð og viðfangi verkanna á sýningunni, að því er segir í tilkynningu. Spjallið verður að hluta á íslensku og að hluta á ensku.

„Sýningin Óþekkt alúð sprettur út frá þörfinni fyrir að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera göldrum firrtur, á tímum án bjartrar vonar,“ segir í tilkynningunni. „Þá eru fólgnir vissir töfrar í því að leyfa hlutum að vera það sem þeir eru án þess að þurfa að ná utan um þá, með tilheyrandi skilgreiningarþráhyggju.“