Nýliðar Fjölnis kræktu í sín fyrstu stig í úrvalsdeild karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir lögðu HK að velli í Grafarvogi, 28:27. Eftir stóra skelli gegn ÍR og Fram í fyrstu leikjunum var útlitið ekki gott hjá Fjölni á meðan HK kom verulega…
Varmá Þorvaldur Tryggvason skýtur að marki KA-manna.
Varmá Þorvaldur Tryggvason skýtur að marki KA-manna. — Morgunblaðið/Eyþór

Nýliðar Fjölnis kræktu í sín fyrstu stig í úrvalsdeild karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir lögðu HK að velli í Grafarvogi, 28:27.

Eftir stóra skelli gegn ÍR og Fram í fyrstu leikjunum var útlitið ekki gott hjá Fjölni á meðan HK kom verulega á óvart með því að sigra meistara FH í annarri umferð.

En Fjölnisstrákar voru yfir frá fyrstu mínútu til síðustu, mest sex mörkum, þó litlu hafi munað að HK næði stigi undir lokin með góðum endaspretti.

...