Um leið og handrit er á lokaspretti byrja ég að skipuleggja næstu sögu, enda eru þetta orðnar yfir tuttugu bækur á 36 árum.
„Ég vil ekki valda tryggum lesendum vonbrigðum,“ segir Jónína Leósdóttir um nýja bók sína.
„Ég vil ekki valda tryggum lesendum vonbrigðum,“ segir Jónína Leósdóttir um nýja bók sína. — Morgunblaðið/Eggert

Voðaverk í Vesturbænum er ný skáldsaga eftir Jónínu Leósdóttur. Aðalpersónan, Edda, er lesendum Jónínu að góðu kunn en hún er kona á eftirlaunaaldri sem glímir við flókin saka- og fjölskyldumál. Þetta er sjötta bókin um Eddu.

Blaðamaður spyr Jónínu fyrst hvernig hugmyndin um Eddu hafi komið til hennar. „Þegar ég hafði skrifað þrettán bækur af ýmsu tagi ákvað ég að skrifa glæpasögu og hafði strax í huga að þetta yrði kannski sería, ef vel gengi. Reynslan hafði þá kennt mér að sögupersónur verða eins konar vinnufélagar mínir og þess vegna varð aðalpersónan að vera dálítið hress týpa. Mig langaði ekki að verja mörgum mánuðum eða árum með einhverjum leiðindadurg,“ segir Jónína og bætir við: „Ég hafði alist upp í fremur léttlyndri og málglaðri fjölskyldu þar sem konur unnu utan heimilis og voru sjálfstæðar. Konur fæddar snemma á síðustu öld, til dæmis föðursystur

...