Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi átti vísnagátuna sem endranær og er hún svohljóðandi: Ægir kóngur á þau tvö upp‘ á ránni hanga sjö, feðratungan fjögur á, en fjölmörg gömlum alka hjá. Erla Sigríður Sigurðardóttir kemur með lausnina –…

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi átti vísnagátuna sem endranær og er hún svohljóðandi:

Ægir kóngur á þau tvö

upp‘ á ránni hanga sjö,

feðratungan fjögur á,

en fjölmörg gömlum alka hjá.

Erla Sigríður Sigurðardóttir kemur með lausnina – vitaskuld í bundnu máli:

Aðfall, útfall skipið sker

á skipsrá föllin blaka.

Málið föllin fjögur ber

föllin alkann þjaka.

Þá Sigmar Ingason:

Sjávarföllin kallast fjara og flóð

Finna má í

...