Ég sá myndina Air á Amazon Prime fyrir nokkru. Já, þær eru ófáar streymisveiturnar og maður má hafa sig allan við til að muna hvað maður sá hvar. Ég hafði gaman af myndinni enda áhugamaður um níunda áratuginn
Goð Jordan gerði tímamótasamning við Nike.
Goð Jordan gerði tímamótasamning við Nike. — AFP

Kristján Jónsson

Ég sá myndina Air á Amazon Prime fyrir nokkru. Já, þær eru ófáar streymisveiturnar og maður má hafa sig allan við til að muna hvað maður sá hvar.

Ég hafði gaman af myndinni enda áhugamaður um níunda áratuginn. Margt sem snýr að Michael Jordan þykir mér auk þess merkilegt og í þessu tilfelli lagði Nike grunninn að stórveldi með því að veðja á þann unga mann frá Norður-Karólínu árið 1984.

Öflugt leikaralið kemur fyrir í myndinni og gömlu félagarnir úr Good Will Hunting, Matt Damon og Ben Affleck, vinna til að mynda saman einu sinni enn. Þeir hafa reyndar oft verið glæsilegri á velli en í þessari mynd en þeir eiga að líkjast ákveðnum mönnum þar sem myndin er byggð á sannsögulegum atburðum.

...