Orkan er undirstaða hagsældar á heimsvísu og eftir því sem orkunotkun landa eykst vex landsframleiðsla og lífskjör batna.
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Sigríður Margrét Oddsdóttir

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Heimurinn allur stefnir í átt að kolefnishlutleysi. Yfir 90 lönd sem samtals bera ábyrgð á 80 prósentum allrar losunar hafa sett sér markmið um kolefnishlutleysi. Öll helstu hagkerfi heimsins, Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið, stefna að sama markmiði. Tveir þriðju allra Fortune Global 500-fyrirtækja hafa sett sér stefnu um kolefnishlutleysi en fyrir örfáum árum var hlutfallið innan við þriðjungur.

Á næstu árum munu verða til þrjú hundruð milljón ný græn störf samhliða þessari þróun. Hversu mörg nýrra grænna starfa verða staðsett á Íslandi er undir okkur komið.

Þrjá fjórðu allrar losunar á heimsvísu má rekja til orkunotkunar – orkunotkunar í iðnaði, samgangna, bygginga og annars. Stærsta loftslagsverkefnið á heimsvísu er því

...