Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Misskilnings virðist gæta meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja um að norðurljósavirkni nái ákveðnu hámarki þennan veturinn. Hið rétta er að næstu 4-5 ár gætu orðið mun líflegri en veturinn sem nú fer í hönd. Þetta segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar.

Þessi staðhæfing kom meðal annars fram í máli viðmælanda í frétt Morgunblaðsins í vikunni og segir Sævar að misskilningurinn sé skiljanlegur enda sé

...