Áslaug er bókavörður á eftirlaunum.
Áslaug er bókavörður á eftirlaunum.

Yfirleitt er ég með þrjár bækur í takinu. Eina á náttborðinu, eina hljóðbók í símanum og síðan bókina sem er valin fyrir mig í hverjum mánuði. Ég er í leshring ásamt átta góðum vinkonum og við skiptumst á að velja bók fyrir mánaðarlegu fundina okkar. Þannig hef ég kynnst fjölda bóka sem hefðu kannski annars farið framhjá mér.

Á síðasta fundi ræddum við um Klakahöllina eftir norska höfundinn Tarjei Vesaas. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hannesar Péturssonar árið 1965. Ég las hana á unglingsárunum og tilfinningin fyrir bókinni sat enn í mér hálfri öld síðar. Þetta var mjög ánægjuleg endurlesning. Á næsta fundi ætlum við að heiðra minningu Auðar Haralds og erum að lesa Hvunndagshetjuna.

Ég er tólf barna amma og les fyrir barnabörnin þegar tækifæri gefst. Ég hreifst af viðtali við Sigrúnu Eldjárn í Kiljunni fyrr á árinu um nýútkomna bók hennar, Sigrún

...