Þetta var bara eitt sumar – en hvað með það?“
Salvatore Schillaci fagnar marki sínu gegn Argentínu á HM 1990 með sínum óviðjafnanlega hætti.
Salvatore Schillaci fagnar marki sínu gegn Argentínu á HM 1990 með sínum óviðjafnanlega hætti.

Salvatore „Toto“ Schillaci fagnaði mörkum sínum með eftirminnilegum tilþrifum. Schillaci sló í gegn í framlínu ítalska landsliðsins á heimsmeistaramótinu árið 1990. Þá skoraði hann sex mörk og varð markakóngur mótsins, sem haldið var á Ítalíu. Schillaci lést á miðvikudag úr krabbameini á Civico-sjúkrahúsinu í Palermo á Sikiley aðeins 59 ára gamall.

Margir vottuðu Schillaci virðingu sína. „Ciao Toto,“ sagði í tilkynningu frá knattspyrnuliðinu Juventus á félagsmiðlum og fylgdi mynd af honum í treyju liðsins. Í tilkynningu frá Inter sagði að hann hefði léð draumum heillar þjóðar vængi.

Ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti að mínútu þögn yrði fyrir alla knattspyrnuleiki á Ítalíu þessa helgi í minningu knattspyrnumannsins.

...