Opið bréf til ÍSÍ, stjórnmálamanna og fyrirtækja á Íslandi.
Sigurður Nikulásson
Sigurður Nikulásson

Sigurður Nikulásson, Aðalsteinn Valdimarsson og Einar Ólafsson

Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í byrjun árs 2026. Nú, í aðdraganda leikanna, leggur allt landsliðs- og afreksfólk innan Skíðasambands Íslands nótt við dag í undirbúningi fyrir leikana. Þar viljum við hafa sem flesta íslenska keppendur og ná framúrskarandi árangri. Það verður hins vegar ekki að veruleika nema með ótrúlegri elju og fórnarkostnaði.

Kostnaðurinn við að komast í fremstu röð í skíðaíþróttum er mikill, og er íþróttin sennilega ein sú dýrasta innan vébanda ÍSÍ. Æfinga- og keppnisbúnaður er gríðarlega dýr. Árlega þarf íþróttafólk að kaupa fjölda skíða, bretti, skó, stafi og áburð. Lið þurfa að kaupa stangir, flögg og annan æfingabúnað. Flestallt afreksfólkið okkar þarf að búa erlendis til að æfa og keppa, en íþróttahúsið okkar

...