Lífrænt Nokkur lífræn býli verða með opið hús í dag frá kl. 11-15.
Lífrænt Nokkur lífræn býli verða með opið hús í dag frá kl. 11-15.

Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn í dag, laugardaginn 21. september. Í ár mun dagurinn marka ákveðin tímamót fyrir lífræna ræktun og framleiðslu á Íslandi því aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu er nýkomin út hjá matvælaráðuneytinu.

Nokkur lífræn býli um land allt hafa opið hús hjá sér í dag frá klukkan 11-15. Þar munu gestir geta séð, smakkað og lært hvað lífrænir bændur hafa fyrir stafni. Opin hús verða hjá Yrkju að Syðra-Holti í Svarfaðardal, í garðyrkjustöðinni Sólbakka á Ósi í Hörgársveit, hjá Móður Jörð á Vallanesi skammt frá Egilsstöðum og á Búlandi, kúabúi skammt frá Hvolsvelli.

Þá verður einnig viðburður á höfuðborgarsvæðinu í dag, á veitingastaðnum Á Bistro í Elliðaárdal. Þar verður hægt að smakka á réttum úr lífrænum afurðum og hlusta á fyrirlestra. Einnig mætir Bjarkey Olsen matvælaráðherra og kynnir nýútkomna aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu.