Það bar til tíðinda í síðustu viku að kynnt var ný vefgátt, m.is, sem er ætlað að gera orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu enn aðgengilegri en áður fyrir yngra fólk og þau sem eru að læra íslensku sem annað mál
Gátt að vefnum Dyrnar að refilstigum og ormagöngum veraldarvefsins eru opnar upp á gátt.
Gátt að vefnum Dyrnar að refilstigum og ormagöngum veraldarvefsins eru opnar upp á gátt.

Tungutak

Ari Páll Kristinsson

ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is

Það bar til tíðinda í síðustu viku að kynnt var ný vefgátt, m.is, sem er ætlað að gera orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu enn aðgengilegri en áður fyrir yngra fólk og þau sem eru að læra íslensku sem annað mál. Með því að slá inn leitarorð birtist snarlega fróðleikur um merkingu þess, beygingu og notkun. Ef leitað er að orðinu vefgátt kemur t.d. upp merkingarskýring úr Íslenskri nútímamálsorðabók: 'vefsíða þar sem hægt er að nálgast upplýsingar frá mörgum vefjum á einum stað', og beygingarmynstur orðsins fylgir, úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Þar sést m.a. að fleirtalan er vefgáttir. Þá má sjá þýðingar á ensku, web portal, og pólsku,

...